Laugardagur, september 6, 2025
target="_blank"
HeimÁ döfinni„Ástarbænir og þakklæti“ er yfirskrift fyrstu hádegistónleikanna í haust

„Ástarbænir og þakklæti“ er yfirskrift fyrstu hádegistónleikanna í haust

Þriðjudaginn 9. september kl. 12 hefja hádegistónleikar í Hafnarborg göngu sína að nýju en á þessum fyrstu tónleikum vetrarins verður Hanna Þóra Guðbrandsdóttir gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar.

Á dagskránni verða aríur úr óperum og óperettum eftir Mozart, Verdi, Dvořak og Lehár. Yfirskrift tónleikanna að þessu sinni er „Ástarbænir og þakklæti“.

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akranesi árið 1996 og lagði því næst stund á söngnám við Söngskólann í Reykjavík, þaðan sem hún lauk stigsprófi vorið 2005. Þá hefur hún stundað söngnám í Kaupmannahöfn, Osló og Berlín í gegnum árin, auk þess að sækja meistaranámskeið og söngtíma hjá ýmsum virtum kennurum. Sumarið 2008 var Hanna Þóra valin til þess að taka þátt í söngkeppninni International Hans Gabor Belvedere Competiton, sem er ein stærsta keppni í heimi fyrir unga og upprennandi óperusöngvara. Hún hefur sungið sem einsöngvari með ýmsum kórum og við kirkjulegar athafnir. Eins hefur hún oft komið fram á vegum Íslensku óperunnar, jafnt með kór óperunnar og sem einsöngvari.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2