Sundlaug Akureyrar er í mestu uppáhaldi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Samtals fengust 1.675 svör, frá 1.590 svarendum, við spurningunni „Hvaða sundlaug á Íslandi er í mestu uppáhaldi hjá þér?“
9,7% svarenda sögð að Sundlaug Akureyrar væri þeirra uppáhaldslaug en Sundlaug Kópavogs kom þar á eftir með 7,4% svarenda og Lágafells laug með 7,1% svarenda.
Suðurbæjarlaug er í 10. sæti þar sem 45 völdu laugina sem uppáhaldslaug, eða 3,1% svarenda en hvorki Ásvallalaug eða Sundhöll Hafnarfjarðar komst inn á lista 18 vinsælustu sundlauganna.