Albruni í Glugga- og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut

Húsið varð alelda á stuttri stundu

Gríðarlegur eldur var í húsinu.

Mikill eldur kom upp að Hvaleyrarbraut 39 á ellefta tímanum í kvöld þar sem Glugga- og Hurðasmiðja SB er til húsa og Bindivír ehf. á neðri hæðinni.

Ekki hefur verið upplýst hvar eldurinn kom upp en mikill eldur var á báðum hæðum og í gámum fyrir utan neðri hæðina sem snýr út að Hvaleyrarbraut.

Mikið lið slökkviliðs kom til að slökkva eldinn sem teygði tungur sínar til himins og sást langt að. Mikill vindur var sem æsti eldinn upp og rigning en austanstæður vindurinn sendi reykinn að mestu beint á haf út yfir golfvöllinn. Gaskútar sprungu og í eitt sinn mátt sjá eitthvað glóandi skjótast hátt í loft upp.

Að sögn sjónarvotta virtist eldurinn brjótast mjög hratt út og húsið varð alelda á stuttum tíma.

Slökkviliðsmaður tengir slöngu við brunahana.

Lögregla lokaði fljótlega götum í nágrenninu og varaði fólk við að koma á staðinn.

Hér má sjá símamyndband sem blaðamaður Fjarðarfrétta tók en horft er að húsinu frá húsi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og í bakgrunni má sjá húsin efst á Hvaleyrarholtinu.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here