7 ára ávarpaði heilbrigðisráðherra og færði honum armband

Ingi í Sign hannaði og framleiðir armband sem selt er til styrktar krabbameinssjúkum börnum

Mirra Wolfram og Óttar Proppé heilbrigðisráðherra
Mirra afendir ráðherra fyrsta armbandið

Á ári hverju greinast 10-12 börn með krabbamein á Íslandi. Styrktarfélag krabbameinssjúkra styður við bakið á fjölskyldum þessara barna, bæði fjárhagslega og félagslega. Félagið nýtur engra beinna opinberra styrkja.

Félagið hefur tekið í sölu armband, hannað af hafnfirska gullsmiðnum Sigurði Inga Bjarnasyni í Sign. Á armbandinu stendur VON á þremur tungumálum, íslensku, ensku og latínu.

Mirra Wolfram Jörgensdóttir, 7 ára nemandi Áslandsskóla, afhenti Óttarri Proppé heilbrigðisráðherra armband á gullsmíðaverkstæði Inga með orðunum „Gjörðu svo vel. Hér er armband til styrktar krabbameinsveikum börnum eins og ég var.“ en Mirra háði hetjulega baráttu við krabbamein og sigraði.

Systkinin Mirra Wolfram og Vigri Wolfram hafa bæði barist við krabbamein.

Armandið er selt á heimasíðu Styrkt­ar­­félagsins krabbameinssjúkra barna, www.skb.is, og hjá Sign í Fornubúðum.

Sigurður Ingi í Sign festir armband á heilbrigðisráðherra.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here