18 mánaða gömul Ásvallabraut lokuð í mánuð vegna gerðar hringtorgs

Þarna á að koma annað hringtorgið.

Ásvallabraut, frá hringtorgi við Kaldárselsveg að Aftantorgi við Skarðshlíð, verður lokuð frá og með 18. apríl til og með 16. maí vegna gerðar hringtorgs fyrir aðkomu að Áslandi 4.

Þetta var tilkynnt á Facebook síðu Hafnarfjarðar í dag.

Ekki eru nema 18 mánuðir síðan Ásvallabraut var opnuð og þá þegar lá ljóst fyrir að gera þyrfti ráð fyrir tengingu að Áslandi 4 en deiliskipulag fyrir hverfið var samþykkt 4. maí 2022, rúmu hálfi ári síðar.

Ástæða lokunar er sögð gerð nýs hringtorgs fyrir innkomu í Ásland 4 og verður öll gatan yfir hæðina lokuð á meðan á verkinu stendur. Skv. skipulagi er þó gert ráð fyrir tveimur hringtorgum.

Skipulag Áslands 4

Ummæli

Ummæli