fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimFrá ritstjóraHitamál þjóðarinnar

Hitamál þjóðarinnar

Leiðarinn 11. janúar 2024

Gleðilegt ár kæri lesandi og takk fyrir samfylgdina á liðnu ári.

Við bæjarbúar höfum skoðun á rekstri bæjarins og viljum hrósa og benda á það sem betur má fara. Til þess er bæjarblað góður vettvangur og bæjarbúar og fyrirtækjaeigendur því hvattir til að láta vita af því sem gæti verið fréttnæmt eða bara áhugavert fyrir Hafnfirðinga. Nú þegar lítið berst inn um lúguna af auglýsingaefni er bæjarblaðið vel áberandi og vel lesið og því kjörinn auglýsinga­vettvangur. Þó samfélagsmiðlar séu góðir, þá vilja upplýsingar hverfa í allri hítinni og skilaboð ná til sífellt færri.

Hitamál þjóðarinnar er verðbólgan og því mikilvægt að allir reyni að halda aftur af verð­hækkunum, þetta gildir fyrir alla, opinbera aðila sem minnstu fyrirtækjarekendur. Hækkanirnar og verðbólgan koma verst niður á þeim sem síst skyldi og því þurfum við að fylgjast vel með verð­hækkunum og gagnrýna ef við á.Hækkanir á verði þjónustu hjá

Hafnarfjarðarbæ er umhugsunarverð og eflaust er ástæða til að skera af kostnað í rekstri bæjarins sem ekki telst bráð nauðsynlegur. Stöndum vörð um Hafnarfjörð!

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2