fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimÁ döfinniSetja upp söngleikinn Mary Poppins í Víðistaðaskóla

Setja upp söngleikinn Mary Poppins í Víðistaðaskóla

Mary Poppins í Víðistaðaskóla

Nemendur í 10. bekk í Víðistaðaskóla hafa undanfarnar vikur verið að æfa fyrir söngleik Víðistaðaskóla, Mary Poppins. Verkefnið er samstarfsverkefni skólans, nemenda, foreldra og félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins en hefð er fyrir því að 10. bekkur setji upp söngleiki og hafa þeir orðið umfangsmeiri með hverju árinu.

Nemendum er skipt í ýmsar nefndir og taka að sér ólík hlutverk, til að mynda er leikhópur, sjoppunefnd, tækninefnd, sviðsnefnd og hár og förðun svo eitthvað sé nefnt.

Frá ægingu

Leikstjóri sýningarinnar er Níels Thibaud Girerd, Jóhanna Ómarsdóttir heldur utan um tónlistarstjórn, Kristín Garðarsdóttir sér um búningahönnun og danshöfundar eru þær Iðunn Björk Kristjánsdóttir, María Ísól Tinnudóttir og Mirjam Yrsa Friðleifsdóttir.

Söngleikurinn verður sýndur helgina 16. – 18. febrúar í iþróttahúsi Víðistaðaskóla og verður miðasala á tix.is. Hægt er að fylgjast með söngleikjaferlinu á facebooksíðunni Mary Poppins – Söngleikur 10. bekkjar Víðistaðaskóla  og á TikTok og Instagram undir nafninu marypoppins.vido.

Nemendur hlakka til að taka á móti gestum í litla leikhúsinu í íþróttahúsi Víðistaðaskóla og hvetja bæjarbúa til að láta sjá sig.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2