fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimÁ döfinniOpið hús hjá „Körlum í skúrum“

Opið hús hjá „Körlum í skúrum“

Karlar í skúrum kynna starfsemi sína laugardaginn 8. október í félagsheimili sínu að Helluhrauni 8 kl.  12-16. Heitt kaffi og meðlæti verður á boðstólum.

Til sýnis verða ýmsir munir sem karlarnir hafa verið að skera út, tálga, smíða, renna, slípa, mála og setja saman undan farin ár.

Karlar í skúrum eru sennilega þekktastir fyrir mælistikuna við anddyri Bókasafnsins og Skiptibókavitann hjá Hellisgerði.

Þá hefur ljósmyndahópurinn  komið sér upp glæsilegri aðstöðu til framköllunar og myndvinnslu.

Starfsemi „Karla í skúrum“ snýst um að veita körlum athvarf og aðstöðu til að sinna hugðarefnum sínum, rjúfa einangrun þeirra, styrkja félagslegan grunn og efla félagsleg tengsl.

„Þetta gerum við meðal annars með því að leggja til góða aðstöðu til allskonar föndurvinnu hvort sem það er í tré, stein, gler, járn eða annað efni sem félagar vilja vinna með. Tilgangurinn er að fá karlmenn til að „standa upp úr sófanum“,  hitta aðra karla, fá sér kaffisopa saman og spjalla. Einnig til þessa að vinna handverk og fara í gönguferðir. Markmiðið er að hjálpa körlum til að halda andlegri og líkamlegri heilsu lengur en ella,“ segir Gísli Norðdahl, karl í skúrum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2