Markaðsstofa Hafnarfjarðar stendur fyrir fyrirtækjagleði

Thelma Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar blæs til fyrirtækjagleði á miðvikudaginn kl. 18.

Öllum fyrirtækjum í Hafnarfirði er boðið í skemmtilegan jólahitting í notalegu umhverfi á Betri stofunni á efstu hæðinni í Firði.

Að sögn Thelmu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofunnar, hefur skráning á viðburðinn farið ákaflega vel af stað enda alltof langt síðan Markaðstofan hefur getað haldið svona kvöldgleði sökum Covid.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson

Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem er búsettur í Hafnarfirði, mætir og slær á létta strengi, með hafnfirsku ívafi, á sinn einstaka og kostulega hátt. Þá verða ljúffengar veitingar í föstu og fljótandi formi að hætti Betri stofunnar.

Thelma hvetur hafnfirska fyrirtækjaeigendur til að skrá sig á viðburðinn og segir að þetta sé frábært tækifæri til að kynnast fólki og fyrirtækjum í Hafnarfirði umvafinn töfrum aðventunnar.

Nánari upplýsingar og skráning má finna hér.

Ummæli

Ummæli