fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimÁ döfinniJóagrautur, mandla og músík á miðvikudag

Jóagrautur, mandla og músík á miðvikudag

Sveinn Arnar organisti Víðistaðakirkju og Benni Sig. kirkjuvörður efna til jólafagnaðar með söngstund og jólagraut í Víðistaðakirkju á miðvikudaginn. Sérstakur gestur verður söng- og leikkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hansa.

Dagskráin hefst á tónleikum kl. 19 og um 19.50 verður hnausþykkur, vestfirskur jólagrautur í boði og að sjálfsögðu mandla og möndlugjöf.

Segja þeir Víðistaðakirkjubræður að nú sé tækifærið að bjóða mömmu og pabba, afa og ömmu eða bara sjálfum þér og þínum á jólakvöld sem mun eflaust gleðja sál og metta munn og maga.

Aðgangseyrir kr. 2.500 og miðapöntun í síma 690 2303 og í netfanginu benedikt@vidistadakirkja.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2