fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniEllert Grétarsson kynnir ljósmyndabók sína „Reykjanesskaginn, náttúra og undur“

Ellert Grétarsson kynnir ljósmyndabók sína „Reykjanesskaginn, náttúra og undur“

Í Gaflaraleikhúsinu á morgun, þriðjudag kl. 20

Á morgun, þriðjudagskvöldið 19. mars klukkan 20 munu Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands – NSVE standa fyrir bókakynningu í Gaflaraleikhúsinu þar sem Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari og náttúruunnandi kynnir bók sína, Reykjanesskaginn, náttúra og undur.

Ellert Grétarsson

Ellert er fyrrverandi blaðaljósmyndari, en snéri sér alfarið að náttúru- og landslagsljósmyndun þegar hann hætti í blaðamennsku fyrir átta árum. Fann eftir það farveg fyrir ljósmynduna sína í náttúruverndarbaráttunni, því hann trúir því að myndmálið sé sterkasta vopnið í baráttunni.

Hann hefur tekið þátt í og haldið fjölda ljósmyndasýninga bæði hér heima og erlendis. Hann hefur unnið til alþjóðlegra viðurkenninga m.a. fyrstu verðlaun fyrir náttúruljósmyndun atvinnumanna á PX3 ljósmyndamessunni í París árið 2008 en það er ein stærsta og virtasta ljósmyndasamkeppni samtímans. Þá hafa náttúrumyndir hans hlotið sess hjá þekktum fjölmiðlum eins og National Geographic.

Hann hefur skrifað fjölda greina um náttúru Reykjanesskagans og náttúruvernd og gert mörg myndbönd um náttúruperlur skagans, sem sjá má á heimasíðu hans, elg.is

Húsið verður opnað kl. 19.30 og útgefandi bókarinnar verður á staðnum með eintök til sölu sem Ellert mun árita fyrir þá sem vilja.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2