Alda syngur syngur í kvöld til heiðurs föður sínum sem hefði orðið 90 ára

Tónleikar Öldu Ingibergsdóttur í Hafnarborg í kvöld kl. 20.30

Alda Ingibergsdóttir. Ljósm.: Guðni Gíslason

Hafnfiskra sópransöngkonan góð­kunna, Alda Ingibergsdóttir heldur tónleika í Hafnarborg í kvöld, 22. nóvember kl. 20.30.

Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs föður hennar, Ingibergi Friðrik Kristins­syni, Hafnfirðingi sem lést 62 ára og hefði því orðið 90 ára á þessu ári. Þá er móðir Öldu 88 ára í dag og hún verður viðstödd tónleikana.

Gissur Páll Gissuararson

Gestur á tónleikunum verður tenór­söngvarinn Gissur Páll Gissurars­son og munu þau syngja saman dúetta auk þess að syngja hvort fyrir sig.

Á efnis­skránni eru íslensk lög, aríur, vínar­tónlist og dúettar. Af dúettunum má nefna Amigos para siempre og O soave fanciulla úr óperunni La Boheme þar sem raddirnar verða þandar og einnig líka m.a. Varir þegja og Ég vil dansa.

Alda mun svo m.a. syngja aríur úr La Boheme, Tondeleyó og Vorn hinsta dag en Gissur mun m.a. syngja Hamra­borgina og lög frá Napóli.

Antonía Hevesi

Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og verður Antonía Hevesi undirleikari á tónleikunum.

Þetta verða greinilega skemmtilegir og áhugaverðir tónleikar.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here