Föstudagur, september 26, 2025
HeimFréttirAtvinnulífMiðbærinn tekur á sig skemmtilega mynd

Miðbærinn tekur á sig skemmtilega mynd

Mikil uppbygging á sér stað í miðbæ Hafnarfjarðar, ekki síst með stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar sem stækkar um 2.000 m². Þá bætast við í nýbyggingu hótelíbúðir, lúxusíbúðir auk þess sem Bókasafn Hafnarfjarðar flytur í Fjörð. Alls er stækkun Fjarðar um 9.000 m².

Með þessu tengist Fjörður við Strandgötuna en byggt hefur verið á lóð sem lengi hefur staðið auð eða síðan húsnæði Hafnarfjarðarbíós og Kaupfélags Hafnarfjarðar voru rifin. Verður beint aðgengi að verslunarmiðstöðinni frá Strandgötu og einnig eru tröppur frá Strandgötunni upp á þakgarð á 2. hæð þar sem Bókasafnið verður.

„Vel hefur tekist til við hönnun húsanna og virðist almenn ánægja með árangurinn. Mun fjölgun verslana og þjónustu gera miðbæinn enn áhugaverðari svo eftir verður tekið,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri 220 Fjarðar ehf.

Þegar hefur verið sagt frá að Gina Tricot verður með stóra verslun og Barnafatamerkið Born in Iceland by EMIL&LÍNA verður einnig í sérverslun. Sjá frétt.

Íbúðir

Guðmundur segir lúxusíbúðirnar vera í sérflokki með útsýni í allar áttir, yfir fjörðinn eða miðbæinn. Engin íbúð er eins og allar innréttingar sérhannaðar og sérsmíðaðar. Íbúðirnar eru frá 57 til 208 fermetrar að stærð og hinar glæsilegustu og eru á 2. – 7. Hæð.

Íbúðirnar eru allar með svalir og gott útsýni.

Íbúðirnar fara í sölu í byrjun október en hægt er að skoða þær á vefsíðunni www.220midbaer.is/ibudir

Útsýni úr íbúð yfir þakgarðinn sem verður opinn almenningi. – Ljósm.: Guðni Gíslason.

Hótel

Hótelíbúðirnar eru glæsilegar og vel búnar.

Í gulu og rauðu byggingunni sem snýr að Strandgötunni eru átján rúmgóðar og glæsilegar hótelíbúðir. Þær eru vel búnar eldhúskrókur með spanhellu, ísskáp, uppþvottavél og örbylgjuofni og gestir hafa aðgengi að þvottaaðstöðu.

Hótelið ber nafnið Strand hótel apartments sem hefur tengingu til Strandgötunnar, elstu verslunargötu bæjarins, en hótelið stóð þar sem áður var fjöruborðið.

Verslun og þjónusta.

Á fyrstu hæðinni sem snýr að Strandgötu verður fjöldi verslana. Unnið er hörðum höndum fyrir opnun fyrir jólaösina.

Verslunarkjarninn stækkar um 2.000 fermetra og verður allur á jarðhæðinni sem tengist nú einnig beint við Strandgötuna. Bætast þar við nýjar og glæsilegar verslanir, og sumar vel þekktar. Stefnt er að opnun verslunarkjarnans í nóvember nk.

Á annarri hæðinni verður eins og áður sagt, Bókasafn Hafnarfjarðar í stærstum hluta hæðarinn en auk hinn vinsæli veitingastaður Rif mun stækka. Þá verða einni ýmis þjónusta, m.a. snyrti- og klippistofa.

Nýr glæsilegur kaffikjarni verður á jarðhæðinni.

Bókasafnið

Nýtt húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar er hannað út frá norrænni fyrirmynd og er Deichman Bjørvika bókasafnið í Osló m.a. haft til fyrirmyndar. Verður það eitt glæsilegasta bókasafn Íslands. Alls mun bókasafnið vera í um 1.700 m² af annarri hæðinni, þar verður fjölnotasalur, barnadeild, ungmennadeild, tónlistardeild og svo lengi má telja. Gert er ráð fyrir að bókasafnið opni dyrnar í nýju húsnæði í maí 2026.

Sjá nánar um verkefnið á www.220midbaer.is

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2