Landfari, umboðsaðili Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi, heldur glæsilega opnunarhátíð að Álfhellu 15 í Hafnarfirði laugardaginn 7. júní, frá kl. 11-15.
Gestir fá einstakt tækifæri til að sjá nútímalegt þjónustuverkstæði og skoða nýjustu atvinnubílana frá Mercedes-Benz og Setra þar á meðal hinn byltingarkennda eActros 600 sem verður frumsýndur.
Viðburðurinn markar tímamót fyrir Landfara sem hefur eflt þjónustu við atvinnubílaeigendur með opnun nýs verkstæðis sem er útbúið til að mæta kröfum nútímans bæði fyrir hefðbundna díselbíla og rafmagnsbíla.
„Við erum sérstaklega spennt að kynna eActros 600, öflugasta fjöldaframleidda rafmagnsvörubílinn í heiminum í dag,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara. „Hann er ekki bara vistvænn, líka mjög öflugur, með drægni allt að 500 km á einni hleðslu í fulllestaður,“ segir hann.
Þjónusta sem fullnægir þörfum nútímans
Nýja þjónustuverkstæðið að Álfhellu 15 er hannað með hliðsjón af auknum kröfum í þjónustu og tækniþróun. Þar verður boðið upp á smurþjónustu fyrir allar gerðir atvinnubíla, viðgerðir, rúðuviðgerðir og rúðuskipti fyrir alla atvinnubíla, viðgerðir og þjónusta við eftirvagna og bilanagreiningar og viðhald fyrir vöru- og hópferðabíla frá Mercedes-Benz og Setra.
„Við viljum bjóða eigendum atvinnubíla fyrsta flokks þjónustu – og það krefst aðstöðu og tækni sem stenst ítrustu kröfur. Landfari rekur nú þjónustuverkstæði á 3 stöðum á höfuðborgarsvæðinu, auk Álfhellu er þjónustuverkstæði og söludeild að Desjamýri 10 í Mosfellsbæ, og vagnaverkstæði í Klettagörðum 4, sem mun flytja í Klettagarða 5 á næstu vikum“ segir Eiríkur.
Á sýningarsvæðinu verður til sýnis fjölbreytt flóra af vöru- og hópferðabílum frá Mercedes-Benz, þar á meðal eActros 600, Actros ProCabin og Arocs ásamt Sprinter, Vito og Actros sendibílum. Þá verða einnig Setra hópferðarbílar sýndir.
Hinn byltingarkenndi eActros 600.