Setbergsskóli og Áslandsskóli tókust á í bráðskemmtilegum úrslitum söngkeppni félagsmiðstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði, Veistu svarið?, í Bæjarbíói í gær, fimmtudag.
Lið Ássins í Áslandsskóla mætti með mikinn sigurvilja enda hafði lið Ássins tapað fyrir liði Hraunsins í Víðistaðaskóla í fyrra en liðið hafði sigrað lið Setbergsskóla árið áður.
Lið Setbergsskóla og Áslandsskóla mættust í úrslitum árið 2022 og þar bar Áslandsskóli sigur í úr býtum.
Lið frá öllum grunnskólum í Hafnarfirði, utan Hraunvallaskóla, tóku þátt í keppninni en það voru Áslandsskóli, Lækjarskóli, Setbergsskóli og Víðistaðaskóli sem komust áfram í 4. liða úrslit.
Þar báru Áslandsskóli og Setbergsskóli sigur úr býtum og því mættust þeir í einvígi um sigur í Söngkeppni grunnskólanna, en sigur þar vekur eflaust mikið stolt meðal skólastjórnenda.
Setbergsskóli tók afgerandi forystu í fyrsta hlutanum, hraðaspurningum, og var staðan 16 gegn 13 eftir þann hluta.
Hægt og rólega minnkaði lið Áslandsskóla muninn og spennan magnaðist.
Liðin áttu góða spretti og var aðdáunarvert t.d. að sjá þegar lið Áslandsskóla þekkti mynd af Monu Lisu þegar búið var að birta örlítinn bút úr bakgrunni myndarinnar. En það voru liðsmenn Setbergsskóla sem stóðu sig ekki síður vel og reyndar enn betur, því lið Setbergsskóla stóð uppi sem sigurvegari með 28 stig gegn 21.
Lið Setbergsskóla var skipað þeim Erlu Lilju Ísleifsdóttur, Júlían Inga Ingibjörnssyni og Bjarna Snæ Guðmundssyni en hann sat hjá í lokakeppninni.
Lið Áslandsskóla var skipað þeim Frímanni Pálssyni, Haraldi Hrafni Þórðarsyni, Þórði Júlíusi Guðnasyni og Ninju Ýr Logadóttur en hún sat hjá í lokakeppninni.

Setrið í Setbergsskóla hampar því verðlaunagripnum góða sem Gunnar Eyjólfsson gerði. Fær félagsmiðstöðin nafn sitt á gripinn, en bæði liðin fengu blóm og verðlaun í lokin.

Spyrill og spurningahöfundur var Árni Stefán Guðjónsson og stigaverðir voru Stella Björg Kristinsdóttir og Tinna Dahl Christiansen.