fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimUmræðanUm notendastýrða persónulega aðstoð í Hafnarfirði

Um notendastýrða persónulega aðstoð í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær hefur frá því að tilraunaverkefni um samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hófst árið 2012 verið leiðandi í því að þróa þetta þjónustuform í samstarfi við hagsmunaaðila og Félags- og barnamálaráðneytið sem fer með yfirstjórn málaflokksins.

Rétt til NPA þjónustuformsins eiga notendur sem uppfylla viðmið 1. gr. laga nr. 38/2019 um þjónustu við fatlað fólk með langarvarandi stuðningsþarfir og önnur þau viðmið sem fram koma í 11. gr. þeirra laga.  Einnig gilda ákvæði reglugerðar nr. 1250/2018 ásamt reglum viðkomandi sveitarfélags um þjónustuformið.

Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar, sem hefur yfirumsjón með málefnum fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, ákvað í framhaldi af setningu nýrra laga sem hér að framan er getið að skipa starfshóp til þess að yfirfara reglur og verklag varðandi NPA í Hafnarfirði. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum bæjarstjórnar ásamt embættismönnum og fulltrúa frá ráðgjafarráði fatlaðra. Samkvæmt erindisbréfi var starfshópnum falið að uppfæra reglur til samræmis við sett lög ásamt því að yfirfara verklag og tímagjald. Skipan starfshóps er til marks um þann metnað sem Hafnarfjarðarbær leggur í að þróa áfram þjónustuformið um notendastýrða persónulega aðstoð(NPA) með faglegri yfirferð yfir verkefnið og samráði við hagsmunaaðila.

Vinnu starfshóps er að mestu lokið og hann hefur skilað af sér skýrslu til Fjölskyldu- og barnamálasviðs ásamt tillögu að breytingum á reglum Hafnarfjarðarbæjar um NPA þjónustuformið. Við yfirferð starfshóps kom í ljós að mikilvægt er að skerpa á verkferlum varðandi skil á gögnum frá umsýsluaðilum en mikilvægi þess er umtalsvert þar sem það tryggir að unnt verði að ganga úr skugga um að notandi fái þá þjónustu sem honum ber samkvæmt samningi um notendastýrða persónulega aðstoð(NPA). Yfirferð á tímagjaldi stendur enn yfir þar sem beðið er eftir upplýsingum úr ársuppgjöri samningshafa sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir um mitt ár. Fulltrúar starfshóps leggja áherslu á að tímagjald verði endurskoðað miðað við launaþróun og forsendur kjarasamninga og taki síðan mið af launavísitölu framvegis og hækki um áramót. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir um aðra samninga sem gerðir eru á vegum sveitarfélagsins og gilda til  lengri tíma en eins árs. Þetta fyrirkomulag mun auka fyrirsjáanleika og auðvelda áætlanagerð.

Hafnarfjarðarbær hefur frá upphafi verið leiðandi í veitingu NPA samninga og í dag eru um 20 samningar í gildi við notendur og markmið sveitarfélagsins er að veita góða þjónustu við þennan hóp og eins og staðan er um þessar mundir þá er engin á biðlista eftir NPA samningi í Hafnarfirði.

Þegar  gerður er samningur um NPA þjónustu er þjónustan  skipulögð  á forsendum notandans með það markmið að veita aðstoð við að athafnir daglegs lífs. Dýrmæt reynsla hefur skapast hjá Hafnarfjarðarbæ á þeim 8 árum sem liðin eru frá því fyrstu samningarnir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) voru undirritaðir  og sú reynsla mun nýtast vel við að þróa áfram þetta þjónustuform til hagsbóta fyrir þá einstaklinga sem það hentar.

Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður fjölskyldu- og barnamálaráðs.

Valdimar Víðisson, varabæjarfulltrúi og formaður fjölskyldu- og barnamálaráðs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2