fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirPólitíkMistökin í vesturbænum

Mistökin í vesturbænum

Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Enn og aftur gerir meirihluti Framsóknar – og Sjálfstæðisflokks mistök í skipulagsmálum og nú við deiliskipulag vesturbæjar Hafnarfjarðar, sem nú er í auglýsingu. Þökk sé tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar, þá var athugasemdarfresturinn lengdur til 9. desember, enda mikilvægt að íbúar gefi sér tíma til að kynna sér skipulagið og skili inn athugasemdum.

Það hefur vakið hörð viðbrögð að í deiliskipulaginu eru engar nýjar heimildir til uppbyggingar við Reykjavíkurveg, en í lagi að flytja hús eða fjarlæga ef til þess kæmi að endurhanna þyrfti aðkomuna inn í bæinn vegna Borgarlínu. Af sömu ástæðum er verndarsvæði í byggð dregið við lóðarbrún húsanna við Reykjavíkurveg.

Hugmyndavinna við leiðarkerfi Borgarlínunnar í Hafnarfirði er skammt á veg komin. Því er ekki hægt að fullyrða um hvar hún muni liggja inn í bæinn. Mikil vinna á eftir að eiga sér stað og sú vinna verður að fara fram í samvinnu með bæjarbúum. Samfylkingin leggur áherslu á víðtækt samráð við íbúa í svo veigamiklum málum.

Það voru dýrkeypt mistök að setja inn í greinargerð skipulagsins hvaða hús verða flutt eða rifin. Það var að auki gert án alls samráðs eða kynningar fyrir íbúana við Reykjavíkurveg. Þegar mistök eru gerð, þá er fyrsta skrefið að biðjast afsökunar og bæta fyrir þau eins og kostur er. Því miður hafa svör meirihluta Framsóknar – og Sjálfstæðisflokks bæði verið óskýr og klúðursleg.

Nú þarf meirihlutinn að hætta hringlandanum, leiðrétta mistök sín og hefja samráð við íbúa.

Stefán Már Gunnlaugsson

varabæjarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsráði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2