fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimUmræðanEldri borgarar í Hafnarfirði

Eldri borgarar í Hafnarfirði

Albert Svan Sigurðsson og Ragnheiður H. Eiríksdóttir skrifa

Íslenska þjóðin er að eldast og á næstu árum og áratugum munum við sjá þennan hóp stækka verulega. Við lifum lengur og höldum heilsu fram á efri ár í auknum mæli – þannig eru eldri borgarar ekki afgangsstærð, heldur mikilvægur hópur með kröfur og getu til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Áherslur Félags eldri borgara fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 eru skýrar því félagsfólkið vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Þau vilja fjölbreytt búsetuúrræði í sinni heimabyggð, þau vilja lífsgæði, samveru og öryggi á eigin forsendum. Þau vilja fjárhagslegt sjálfstæði og lægri húsnæðiskostnað, auk fjölbreyttra úrræða til heilsueflingar. Einnig vilja þau að raddir þeirra heyrist og eftirfylgni sé með óskum þeirra t.d. varðandi rekstur og aðbúnað á hjúkrunarheimilum, og í öldungaráðum sveitarfélaga.

Í Hafnarfirði búa rúmlega 2700 íbúar sem náð hafa eftirlaunaaldri, þar af 1300 karlmenn og 1400 konur. Af þessum fjölda eru aðeins rúmlega 40 manns starfandi á vinnumarkaði samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Vissulega eru ellilífeyrisþegar mismunandi að atgerfi, en eitthvað segir manni að mikil reynsla og þekking fari forgörðum með því að bjóða eldra fólki ekki val um atvinnuþátttöku.

Píratar vilja gera vel við fullorðnu íbúana okkar. Við viljum hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu eldri bæjarbúa, til dæmis með því að bjóða eldri borgurum upp á fjölbreyttar tómstundir og útivist í Hafnarfirði eftir getu hvers og eins. Eitt af grunnstefum Pírata er að standa vörð um og efla sjálfsákvörðunarrétt allra landsmanna.

Þannig sjá Píratar fyrir sér að í Hafnarfirði megi bjóða upp á úrræði á vegum bæjarins þar sem ellilífeyrisþegum verða boðin tækifæri til heilsueflingar, tómstunda, útivistar og möguleika til að nýta reynslu og þekkingu sína með ýmsum atvinnuúrræðum. Hugsanlega geta aðilar eins og heilsugæslan, Markaðsstofa Hafnarfjarðar, Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar og öldungaráð unnið saman að ofangreindu.

Albert Svan Sigurðsson,
frambjóðandi í 3. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Ragnheiður H. Eiríksdóttir Bjarman,
frambjóðandi í 6. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2