Miðbæjar – jólaratleikur

Verslunarmiðstöðin Fjörður og Hönnunarhúsið standa nú að nýjum Miðbæjar jólaratleik.

Markmið ratleiksins er að vekja athygli á fjölbreyttum verslunum og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar. Með leiknum er fólk í raun leitt inn í hinar ýmsu verslanir sem fá tækifæri til að kynna verslun sína og um leið staðfesta þátttöku í leiknum.

Hvatinn eru veglegir vinningar sem þátttakendur eiga möguleika á að vinna og gleðin af að hafa ástæðu til að heimsækja sem flestar verslanir í miðbænum.

Fyrirtækjaeigendur eru jafnframt hvattir til að taka vel á móti ratleiksgestum.

Ratleikurinn fékk örstyrk frá Hafnarfjarðarbæ.