fbpx
Mánudagur, desember 4, 2023
HeimÍþróttirHandboltiFH tryggði úrslitaleik í Kaplakrika með mögnuðum leik gegn Val

FH tryggði úrslitaleik í Kaplakrika með mögnuðum leik gegn Val

Hreinn úrslitaleikur á sunnudag kl. 16 í Kaplakrika

Heimavöllurinn hefur ekki reynst vel í einvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Hvorugt liðið hefur náð að vinna leik á heimavelli en nú er það FH-inga að brjóta þá hefð á sunnudaginn ætli þeir sér að tryggja sér langþráðan Íslandsmeistaratitil.

FH-ingar voru einfaldlega miklu betra liðið í Valshöllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi og voru með 7 marka forystu í hálfleik. Svona bara eins og til þess að magna upp spennuna gáfu þeir eftir í síðari hálfleik og Valsmenn náðu að minnka muninn í 2 mörk. Fór þá um marga áhangendur FH sem voru farnir að horfa til úrslitaleiksins í Kaplakrika.

En FH-ingar hertu þá tökin og sigur þeirra var öruggur, 30-25.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur í gær

Hinn 17 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran leik og skoraði 8 mörk. Einar Rafn Eiðsson var einnig gríðarlega öflugur og skoraði 7 mörk. Ásbjörn Friðriksson kom frískur inn og skoraði 6 mörk. Annars var FH liðið mjög samstillt, vörnin gríðarlega sterk og sóknarleikurinn öflugur og skytturnar léku stór hlutverk. Ágúst Elí varði 8 skot í markinu og Birkir Fannar varði 4.

Úrslitaleikurinn verður í Kaplakrika á sunnudaginn kl. 16 og þar ræðst hverjir hampa Íslandsmeistaratitlinum í handbolta karla 2017. Að sjálfsögðu vilja Hafnarfirðingar fá hann í Hafnarfjörð og því má ætla að troðfullt verði í Kaplakrika.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2