Einar Andri kominn aftur í þjálfun hjá FH

Einar Andri Einarsson

Einar Andri Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari í afreksflokkum og við þjálfun yngri flokka hjá handknattleiksdeild FH. Einar Andri er öllum hnútum kunnugur í FH en hann er uppalinn hjá félaginu. Einar Andri, sem er grunnskólakennari að mennt, útskrifaðist í vetur með Master Coach gráðu í þjálfun en hún er sú æðsta í alþjóðlegum handbolta. Hann þjálfaði á árum áður lengi í yngri flokkum félagins, starfaði um tíma sem yfirþjálfari yngri flokka áður en hann tók við meistaraflokki karla. Hann var m.a. aðalþjálfari FH-liðsins ásamt Kristjáni Arasyni þegar FH varð Íslandsmeistari árið 2011. Síðastliðin sex ár hefur Einar Andri þjálfað meistaraflokk Aftureldingar með mjög góðum árangri.

„Við FH-ingar erum gríðarlega ánægðir að fá Einar Andra aftur í störf hjá félaginu. Einar Andri hefur sýnt það og sannað á sínum ferli hversu öflugur þjálfari hann enda með hvoru tveggja mikla reynslu og mikla menntun í þjálfarafræðunum,“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH. „Einar Andri mun m.a. taka þátt í enn frekari mótun og uppbygginu yngri flokka starfsins hjá FH og bindum við miklar vonir við störf hans,“ sagði Sigurgeir Árni að lokum.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here