fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimÍþróttirHandboltiEinar Andri kominn aftur í þjálfun hjá FH

Einar Andri kominn aftur í þjálfun hjá FH

Einar Andri Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari í afreksflokkum og við þjálfun yngri flokka hjá handknattleiksdeild FH. Einar Andri er öllum hnútum kunnugur í FH en hann er uppalinn hjá félaginu. Einar Andri, sem er grunnskólakennari að mennt, útskrifaðist í vetur með Master Coach gráðu í þjálfun en hún er sú æðsta í alþjóðlegum handbolta. Hann þjálfaði á árum áður lengi í yngri flokkum félagins, starfaði um tíma sem yfirþjálfari yngri flokka áður en hann tók við meistaraflokki karla. Hann var m.a. aðalþjálfari FH-liðsins ásamt Kristjáni Arasyni þegar FH varð Íslandsmeistari árið 2011. Síðastliðin sex ár hefur Einar Andri þjálfað meistaraflokk Aftureldingar með mjög góðum árangri.

„Við FH-ingar erum gríðarlega ánægðir að fá Einar Andra aftur í störf hjá félaginu. Einar Andri hefur sýnt það og sannað á sínum ferli hversu öflugur þjálfari hann enda með hvoru tveggja mikla reynslu og mikla menntun í þjálfarafræðunum,“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH. „Einar Andri mun m.a. taka þátt í enn frekari mótun og uppbygginu yngri flokka starfsins hjá FH og bindum við miklar vonir við störf hans,“ sagði Sigurgeir Árni að lokum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2