Andstæðingar FH og Hauka í bikarkeppninni í handbolta

Dregið var í morgun 16 liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta.

Í kvennaflokki keppa 12 lið og tvö lið sitja hjá, KA/Þór og Valur, Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs.

Haukar, sem eru í 4. sæti úrvalsdeildinni lentu á móti Selfoss sem situr í 2. sæti í 1. deildinni og á heimaleik.

FH, sem er í 3. sæti í 1. deild tekur á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar sem þar er í 5. sæti.

Aðrir leikir eru:

ÍR – Grótta
Fjölnir/Fylkir – ÍBV
Víkingur – Fram
Afturelding – HK

Í karlaflokki voru 16 lið í pottinum.

FH, sem nú trónir á toppi úrvalsdeildar, drógst á móti Herði frá Ísafirði sem situr í 3. sæti í 1. deildinni.

Haukar sem eru í öðru sæti í úrvalsdeild drógust á móti Gróttu sem situr í þriðja neðsta sæti í úrvalsdeildinni.

Aðrir leikir eru:

ÍBV 2 – Þór
ÍR – Selfoss
Vængir Júpíters – Víkingur
Valur – HK
Kórdrengir – ÍBV 1
Stjarnan – KA

Leikirnir í verða 16. og 17. febrúar.

Ummæli

Ummæli