fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimÍþróttirFótboltiVíkingsstúlkur slökktu bikardrauma FH

Víkingsstúlkur slökktu bikardrauma FH

Svekkjandi tap í Kaplakrika

Það mátti búast við hörkuleik í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar nýliðar FH í bestu deild og topplið 1. deildar, Víkingur Reykjavík, mættust.

Lið FH hefur komið mjög á óvart í sumar og er í 3. sæti bestu deildar og lið Víkings hefur örugga forystu í 1. deildinni.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem FH-ingar höfðu verið mun sterkari kom það eins og köld gusa þegar hin 16 ára Sig­dís Eva Bárðardótt­ir skoraði fyrir Víking eftir varnarmistök hjá FH.

En fljótlega fékk FH vítaspyrnu sem Hildigunn­ur Ýr Bene­dikts­dótt­ir skoraði úr af miklu öryggi.

Reyndar vildu margir að FH fengi aðra vítaspyrnu stuttu síðar er boltinn virtist fara í hönd leikmanns Víkings inni í teig en ekkert var dæmt.

FH sótti stíft en það voru Víkingsstúlkur sem bættu við marki á 84. mínútu er Sigdís Eva skoraði sitt annað mark. Gríðarlegur fögnuður braust út í herbúðum Víkings bæði innan vallar og ekki síst á áhorfendapöllunum.

Þrátt fyrir mikla baráttu tókst FH-ingum ekki að jafna og bikardraumurinn var úti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2