Icelandic Lamb veitti í dag viðurkenningar til samstarfsveitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr við framreiðslu og kynningu á Íslensku lambakjöti síðastliðið ár.
Eva Laufey Kjaran og Ólafur Örn Ólafsson veittu viðurkenningarnar fyrir hönd dómnefndar en auk þeirra sat Andrés Vilhjálmsson í dómnefnd.
Meðal þeirra sem fengu viðurkenningu er hafnfirska veitingahúsið Von og veittu hjónin Kristjana Þura Bergþórsdótti og Einar Hjaltason viðurkenningunni viðtöku.
Eftirtaldir veitingastaðir hlutu Award of Excellence viðurkenningar að þessu sinni:
Apotek Restaurant
- Bjargarsteinn
- Fiskfélagið
- Gamla Kaupfélagið á Akranesi
- Grillið – Hótel Sögu
- Grillmarkaðurinn
- Haust Restaurant
- Höfnin
- Íslenski Barinn
- KOL
- Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
- Lamb Street Food
- Laugaás
- Matakjallarinn
- Múlaberg Bistro
- Narfeyrarstofa
- Von Mathús
- VOX
170 veitingastaðir eru í samstarfi við Icelandic Lamb en markmiðið er að stuðla að því að íslensku lambakjöti sé skapaður frekari sess sem hágæða vara með kynningu og notkun á merki Icelandic Lamb.