Vinnubúðir vegna breikkunar Reykjanesbrautar rísa við Krýsuvíkurveg

Unnið við uppsetningu vinnubúðanna.

ÍAV hefur fengið stöðuleyfi vegna aðstöðusköpunar við Krýsuvíkurveg vegna breikkunar Reykjanesbrautar en fyrirtækið bauð lægst í það verk.

Fyrirtækið hefur þegar flutt þangað húseiningar sem verða nýttar sem vinnubúðir á meðan verkið er unnið en áætluð verklok eru 30. júní 2026.

Vinnubúðirnar standa á þegar röskuðu svæði við afleggjarann að Hvaleyrarvatnsvegi.

Ummæli

Ummæli