fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirViðskipti100 ár frá fæðingu Ragnars Björnssonar bólstrara

100 ár frá fæðingu Ragnars Björnssonar bólstrara

Ragnar Björnsson ehf. - RB rúm er elsta fyrirtæki Hafnarfjarðar svo vitað sé

Ragnar Björnsson bólstrari hefði orðið 100 ára í dag en hann lést 1. apríl 2004. Flaggað var í dag fyrir utan gamla fyrirtækið hans, Ragnar Björnsson ehf. eða RB rúm eins og flestir þekkja.

Ragnar Björnsson og Birna Ragnarsdóttir á 60 ára afmæli fyrirtækisins 2003. Ljósmynd: Guðni Gíslason.
Ragnar Björnsson og Birna Ragnarsdóttir á 60 ára afmæli fyrirtækisins 2003. Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Þó Ragnar og starfslið hans hafi bólstrað ýmis húsgögn þá urðu rúmin hans fljótt landsfræg og hafa verið vinsæl vegna gæða. Fyrirtækið hefur stækkað og dafnað en árið 2003 flutti það í nýtt húsnæði og verslunin varð miklu stærri en fyrr. Var meðfylgjandi mynd tekin af þeim feðginum Ragnari og Birnu sem lærði iðnina og tók við rekstri föður síns, þegar fyrirtækið átti 60 ára afmæli.

Ragnar Björnsson ehf. er svo best er vitað elsta fyrirtækið í Hafnarfirði sem hefur verið í samfelldum rekstri en það var stofnað árið 1943.

Afkomendur Ragnars ásamt Ólafíu Helgadóttur ekkju Ragnars heiðruðu minningu Ragnars í dag.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2