fbpx
Föstudagur, desember 8, 2023
HeimFréttirVerndaráætlun fyrir Kaldárhraun og Gjárnar í kynningarferli

Verndaráætlun fyrir Kaldárhraun og Gjárnar í kynningarferli

Undanfarið hefur samstarfshópur unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Kaldárhraun og Gjárnar í landi Hafnarfjarðar sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2009.

Verndarsvæðið er merkt með rauðu og gönguleið með gulu.

Tillaga að áætluninni hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, sjá hér:

Megin markmið friðlýsingarinnar er að vernda Kaldárhraun sem er eitt síðasta dæmið um heillegt og óraskað helluhraun í landi Hafnarfjarðar. Fræðslu- og útivistargildi svæðisins er metið hátt. Á svæðinu eru fornleifar sem tengjast seljabúskap. Náttúrvættið og umhverfi þess er afar vinsælt útivistarsvæði og styður vel við stefnu stjórnvalda um lýðheilsu.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Kaldárhraun og Gjárnar er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við rétthafa lands, hagsmunaaðila og sveitarfélag og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun náttúruvættisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Stjórnunar- og verndaráætluninni fylgir aðgerðaáætlun.

Margar kynjamyndir má finna í Gjánum

Drög að áætluninni liggja nú frammi til kynningar og er öllum frjálst að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum vegna hennar. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 30. nóvember 2023.

Þú getur sent inn ábendingar og athugasemdir

Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum hér að neðan eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Einnig má senda athugasemd á Island.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2