Vatnsbólin í hættu að mati Náttúruverdnarsamtaka Suðurlands og Hraunavina

Úr Kaldárbotnum, vatnsbrunni Hafnarfjarðar.

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að áform Landsnets um byggingu tveggja 400 kV háspennulína 16 km leið um grannsvæði vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins sé stóralvarlegt mál og ljóst sé að mengunarslys meðan á framkvæmdum stendur eða við viðhald síðar gæti spillt neysluvatni höfuðborgarsvæðisins til langs tíma.

Nýverið hafa fallið dómar í Hæstarétti vegna ófullnægjandi umhverfismats Suðvesturlína þar sem einungis voru metin umhverfisáhrif þess valkosts  sem Landsnet hafði valið. Þó dómsmálið hafi verið höfðað vegna Suðurnesjalínu 2, gildir dómurinn líka fyrir Sandskeiðslínu sem lítur sama umhverfismati Suðvesturlína.

Streymi grunnvatns

Bygging háspennulínanna er stórframkvæmd. Leggja þarf vegaslóða að hverju mastri, gera plön, sprengja og steypa fyrir stöplum og stagfestingum og reisa möstur. Til framkvæmdanna þarf fjölda stórtækra vinnuvéla og því má lítið út af bregða til að mengunarslys verði, eins og segir í yfirlýsingunni.

Í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns segir um grannsvæði:

„Ekki skal leyfa nýjar byggingar, sumarbústaði eða þess háttar á svæðinu. Vegalagnir, áburðarnotkun og önnur starfsemi innan svæðisins skal vera undir ströngu eftirliti.“

Athyglisvert sé að í umhverfismati hafi hvergi verið minnst á þetta ákvæði reglugerðarinnar en það megi öllum vera ljóst að háspennumastur af stærstu gerð sé bygging og slíka framkvæmd eigi ekki að leyfa!

Vatnsendakrikar og línustæðið

„Sandskeiðslínur (400 kV) voru áætlaðar til raforkuflutningar til álvera á Keilisnesi og í Helguvík auk stækkunar álversins í Straumsvík. Ekkert hefur orðið af þessum áformum og engin þörf á svo stórum línum enda flutningsgeta Hamraneslína illa nýtt. Gera þarf kröfu um að aðrir kostir s.s. færsla Hamraneslína eða að leggja línurnar í jörð með vegum þar sem þær hamla byggð verði skoðaðir í stað þess að fórna öryggi neysluvatns höfuðborgarsvæðisins.“

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here