Gauksás 39-65 valin fallegasta gatan – Viðurkenningar veittar fyrir fallega garða

17 ábendingar komu frá bæjarbúum.

Fulltrúar eigenda lóða við Gauksás

Hafnarfjarðarbær afhenti viðurkenningar á föstudaginn fyrir fjóra fallega og snyrtilega garða, fyrir snyrtilega fjölbýlishúsalóð, fyrir þrjú snyrtileg fyrirtæki og fyrir fallegustu götuna.

Hafði verið kallað eftir ábendingum frá bæjarbúum á Facebook síðu bæjarins og bárust 17 ábendingar en 9 viðurkenningar voru veittar.

Viðurkenningarnar voru afhentar í fallegu umhverfi við húsakynni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Höfðaskógi og voru gestir leystir út með trjáplöntugjöf. Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi og Berglind Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt hjá Hafnarfjarðarbæ afhentu viðurkenningarnar.

Gauksás 39-65 fallegasta gatan

Gauksás
Gauksás

Gauksás 39-65 var valin fallegasta gatan og segir í umsögn að þetta sé snyrtileg og falleg gata þar sem íbúarnir hafi metnað í að ganga snyrtilega frá lóðum sínum.

S2016 Gauksás-1

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here