Fimmtudagur, nóvember 20, 2025
HeimFréttir„Sundruð” bæjarstjórn á bæjarstjórnarfundi

„Sundruð” bæjarstjórn á bæjarstjórnarfundi

Það má segja að bæjarstjórnin sé sundruð í bókstaflegri merkingu en bæjarstjórn fundar núna og fylgir reglum um 2ja metra fjarlægð á milli fólks.

Stendur bæjarstjórnin þó saman í öllum aðgerðum gegn smithættu af córónaveirunni.

Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála í bæjarfélaginu í dag og sagði ráðhúsinu hafi verið skipt upp í svæði sem fólk færi ekki á milli og fólk notaði fjarfundarbúnað til að hittast en sl. föstudag var viðbúnaðarstig sveitarfélagsins hækkað til samræmis við neyðarstig og var neyðarstjórn virkjuð.

Bæjarstjóri upplýsti jafnframt að Alþingi hafi samþykkt lög í gærkvöldi sem heimilaði að nýta fjarfundi í stað hefðbundinna funda í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélaga.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2