fbpx
Laugardagur, nóvember 2, 2024
target="_blank"
HeimFréttir„Sterkari út í lífið“ er verkfærakista fyrir foreldra og fagfólk

„Sterkari út í lífið“ er verkfærakista fyrir foreldra og fagfólk

Ætlað að auka aðgengi að faglegu efni

Hafnarfjarðarbær samþykkti um miðjan september þátttöku í verkefninu „Sterkari út í lífið“ með styrkveitingu upp á 500.000.- kr.

„Sterkari út í lífið“ er verkfærakista ætluð foreldrum og fagfólki sem hefur það að markmiði að auka aðgengi að faglegu efni sem hægt er að nota hvar sem er og hvenær sem er til að ýta undir og styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna. Verkfærakisturnar eru aðlagaðar út frá aldri og þroska. Innleiðing á verkefni í Hafnarfirði hófst með hvetjandi kvöldstund í Bæjarbíó sl. þriðjudag.

Forvarnarverkefni fyrir fjölskylduna og fagfólk

„Sterkari út í lífið“ er forvarnarverkefni sem hefur það að markmiði að veita ókeypis aðgang að efni, sem allt er byggt á traustum og gagnreyndum grunni vísindanna, og á að aðstoða uppalendur og fagfólk við að takast á við þær ólíku og oft á tíðum krefjandi áskoranir sem fylgt geta uppvextinum.

Sálfræðistofan Höfðabakka er framkvæmdaraðili verkefnisins í samstarfi við stóran hóp fagfólks og félög eins og Heimili og skóla – landssamtök foreldra. Vettvangurinn er vefurinn www.sterkariutilifid.is og þar má meðal annars finna ýmsa fræðslu og fróðleik um málefni sem allir uppalendur velta fyrir sér á einhverjum tímapunkti.

Í smíðum er metnaðarfullt smáforrit með æfingum til að þjálfa börn og foreldra í slökun og hugleiðslu. Smáforritið hentar börnum og uppalendum til að hægja aðeins á í nokkrar mínútur og ná meiri ró. Þannig má bæði stýra betur líðan í vöku og einnig stuðla að betri svefni. Æfingarnar eru í takti við aldur og er smáforritinu skipt í fimm stig: leikskóli, grunnstig, miðstig, unglingastig og fullorðnir og eru mögulegar leiðir í smáforritinu þrjár: Slökun, núvitund/hugleiðsla og samkenndaræfingar. Bryndís Jóna Jónsdóttir og Anna Dóra Frostadóttir hjá Núvitundarsetrinu sjá um ritstýringu á smáforritinu en á bak við þær liggur mikil reynsla við innleiðingu slíkra æfinga til allra aldurshópa.

Einnig er í smíðum ný verkfærakista um félagsfærni. Í þeirri verkfærakistu verða verkefni sem taka til dæmis á fyrirgefningunni, lausn ágreiningsmála, vináttu, hlustun, drama í samskiptum og því að seta sig í spor annarra. Félagsfærni er einn hornsteinn sterkrar sjálfsmyndar og börn og ungmenni þurfa á leiðsögn að halda því hvers kyns árekstrar hafa bein áhrif á sjálfsmynd. Foreldrar upplifa sig oft ráðþrota í samtölum við börn sín og ungmenni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2