fbpx
Mánudagur, febrúar 26, 2024
HeimFréttirSleit ljósleiðara við reiðstíg í eigu Hafnarfjarðarbæjar - Skógræktarfélagið kærir skemmd á...

Sleit ljósleiðara við reiðstíg í eigu Hafnarfjarðarbæjar – Skógræktarfélagið kærir skemmd á göngustíg

Verktaki sem virðist hafa verið í vinnu fyrir hestamenn, sleit í sundur ljósleiðara við reiðstíg meðfram Kaldárselsvegi, þar sem hann þverar veginn við suðurenda skógarins í Gráhelluhrauni.

Skv. heimildum Fjarðarfrétta var unnið með smágröfu við að ræsa reiðveginn en verkið var ekki unnið í samstarfi og ekki með vitund Hafnarfjarðarbæjar sem á reiðveginn.

Skv. upplýsingum frá Mílu sem á strenginn lendir kostnaður vegna svona slita öllu jöfnu á þeim sem slítur, en auðvelt sé að fá lagnateikningar áður en hafist er handa, svo hægt sé að koma í veg fyrir svona óhöpp. „Þá er það nú svo að verktakar eiga að vera með tækin sín, eins og gröfur tryggð og tryggingafélagið tekur þá svona tjón. En stundum láist mönnum að tryggja tækin,“ segir Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu sem ekki gat gefið upp hver kostnaðurinn vegna þessa tjóns var.

Skógræktarfélagið kærir skemmd á göngustíg til lögreglu

Allt bendir til að sama grafa hafi verið notuð til grafa í sundur göngustíg í gegnum skóginn í Gráhelluhrauni en hestamenn hafa viljað að þeim göngustíg verði lokað en á það hefur ekki verið fallist.

Grafan sem notuð var til að slíta ljósleiðarann og líklega einnig til að skemma göngustíginn.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er umsjónaraðili skógarsvæðisins og hefur félagið nú ákveðið að kæra skemmdarverkið til lögreglu en ljóst er að ekki getur hver sem er tekið upp á því að loka göngustígum eða gönguleiðum.

Hér hefur göngustígurinn verið grafinn í sundur en strax er farin að myndast slóð framhjá hindruninni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2