fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirSkjálfinn einn sá sterkasti á svæðinu í langan tíma og mældist 5,6...

Skjálfinn einn sá sterkasti á svæðinu í langan tíma og mældist 5,6 á Richterskala

Jarðskjálfti af stærðinni 5,6 á Richterskala varð kl. 13:43 í Núpshlíðarhálsi, 5 km vestur af Seltúni við vestanvert Kleifarvatn. Yfir 50 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og fer fjölgandi.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að jarðskjálftinn hafi fundist víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með í samvinnu við lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Suðurlandi auk Veðurstofunnar. Lögreglumenn munu fara um svæðið, meðal annars í Krýsuvík, til að kanna áhrif skjálftans.

Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu síðan 26. janúar.

Kynnið ykkur varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna hér.  

Kynnið ykkur viðbrögð eftir jarðskjálfta hér

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2