Skipulagi breytt til að mæta breyttum kröfum fyrirtækja

Vegakerfið er all komið í hverfinu

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum í dag breytt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins Hellnahraun 3. áfanga en það er svæði við Krýsuvíkurveg sunnan núverandi iðnaðarsvæðis.

Ósnert hraun er minnkað nokkuð frá gildandi deiliskipulagi frá 2007 og lóðum fjölgað. Þá eru byggingarreitir innan lóða stækkaður og nær oftast því sem næst að útjöðrum lóða.

Að sögn Þormóðs Sveinssonar, skipulagsstjóra Hafnarfjarðar, er verið að aðlaga lóðir að breyttum þörfum fyrirtækja er er helmingur hverfisins tekinn fyrir og reiknar hann með að síðari hlutanum verði breytt með tímanum.

Breytt deiliskipulag skv. tillögu sem nú verður auglýst.

Skilgreindar eru iðnaðarlóðir og athafnalóðir á svæðinu.

Austasti hlut svæðisins verður undir athafnalóðir en vestari hlutinn undir iðnaðarlóðir en það er innan skilgreinds þynningarsvæðis álvers.

Iðnaðarlóð: Starfsemi innan verndarsvæðis gerir ráð fyrir léttum iðnaði og atvinnustarfsemi sem ekki hefur mengandi áhrif á umhverfi sitt, s.s. ýmis konar verkstæði, framleiðsluiðnaði, endurvinnslu og prentþjónustu.
Athafnalóð: Starfsemi utan verndarsvæðis er staðsett austast á deiliskipulagssvæðinu og teljast til athafnasvæðis samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Á athafnasvæði er átt við starfsemi s.s. verslanir, skrifstofur, hreinleg verkstæði s.s. matvælaiðnað og aðra þjónustustarfsemi.
Óheimilt er að eiga lögheimili og/eða búsetu á iðnaðar- og athafnasvæðum í Hellnahrauni.

Alls eru 108 misstórar atvinnulóðir á svæðinu undir léttan hreinlegan iðnað. Stærð lóða er
um 3000 m² – 8.800 m². Kvöð er um girðingar á lóðamörkum að opnu hraunsvæði.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi á austari hluta Hellnahrauns 3

Breyting skilmála

Breyting skilmála nær til lóða við Borgahellu, Búðahellu, Dofrahellu og til Straumhellu 1-8.
Skilmálar deiliskipulagsins „Hellnahraun 3. áfangi“ eru uppfærðir í samræmi við þær breytingar sem lagðar eru til.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Unnið er að nýrri skilgreiningu á „þynningarsvæði Álversins“. Samhliða endurskilgreiningu þynningarsvæðisins verður tekið upp nýtt heiti, þ.e. „verndarsvæði Álversins“,
    mun sú skilgreining gilda fyrir starfsemi á svæðinu. Þær lóðir sem verða innan verndarsvæðis verða iðnaðarlóðir og lóðir utan þess athafnalóðir, sjá nánar kafla 1.6 Lóðir og starfsemi í skilmálahefti.
  • Byggingarreitir lóða í flokki B1 eru stækkaðir og opnað á möguleika á að sameina lóðir í flokki B1, sjá nánar kafla 3.3 Sameining lóða í skilmálahefti.
  • Nýtingarhlutfall er óbreytt frá gildandi skipulagi, sjá nánar kafla 2.5 Nýtingarhlutfall – Skilmálatafla í skilmálahefti.
  • Byggingar á lóð skulu snerta eða fylgja bindandi byggingarlínu, sjá nánar kafla 2.3 Byggingarreitir – byggingarlínur í skilmálahefti.
  • Hámarkshæð mannvirkja í flokki B1 fer úr 8,5 m í 12,0 m, sjá nánar kafla 2.4 Byggingar í skilmálahefti.
  • Deiliskipulagssvæðið „Hellnahraun 3. áfangi“ stækkar lítillega við manir frá því að vera 58 ha í 61,5 ha.
  • Bætt er við 8 lóðum í flokki B1 og lúta þær sömu skilmálum og aðrar lóðir í flokki B1.
  • Fallið er frá flokkun á starfsemi iðnaðarlóða (I3) og athafnalóða (AT3) sem áður var bundin við flokka B1 og B2.
Deiliskipulags svæðisins frá 2007.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here