fbpx
Laugardagur, nóvember 2, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkilti létu víða undan vindstyrknum

Skilti létu víða undan vindstyrknum

Í rokinu sem hrjáði íbúa á suðvesturhorninu lét ýmislegt undan þó einn gárungurinn hafi lýst því sem óprúttnir náungar hafi komið inn í garð hjá sér, tekið í sundur trampólínið og fjarlægt. Einhvers hefur það þó komið niður en vonandi hefur það ekki skemmt út frá sér.

Kerra fauk á bíl við Ástjarnarkirkju og skilti létu víða undan.

Skilti á steinblokk fór á hliðina skammt frá andyri Kaplakrika og skemmdist.

Verra fór þá þegar skilti á steinblokk við Bæjarhraun fauk á bíl en ekki ekki er víst að skemmdir á bílnum hafi þó verið mjög miklar en skiltið hefur staðið af sér alla vinda í mörg ár.

Þá fuku auglýsingaskilti af skiltaturni við Bæjarhraun en skemmdi þó ekki út frá sér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2