fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirSkemmd hestamanns á göngustíg í haust hefur enn ekki verið löguð

Skemmd hestamanns á göngustíg í haust hefur enn ekki verið löguð

Enn er stór haugur og skurður á reiðstígnum í gegnum Gráhelluhraun sem hestamaður olli með gröfu sl. haust. Allt bendir til þess að sami maður hafi slitið ljósleiðara við reiðstíginn sem liggur meðfram Kaldárselsvegi.

Miklar deilur hafa verið um stíga á svæðinu og finnst mörgum sem yfirganga hestamanna sér mikil en þeir hafa viljað að vinsælum göngustíg í gegnum skóginn í Gráhelluhrauni verði lokað. Lagðist Hestamannafélagið Sörli gegn því að lagfæring væri gerð á stígnum þar sem hann kemur að svæði Sörla, en þar er fyrirhugað að taka sveig á göngustíginn og tengja hann við nýja göngu- og hjólastíginn vestan Kaldárselsvegar. Eðlilega myndi hann þá þvera reiðveginn og Kaldárselsveginn en það vilja Sörlamenn ekki og hafa tvívegis kært þessa áætlan Hafnarfjarðarbæjar.

Skv. upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ hafa þeir þó dregið kæruna til baka en enn bólar ekkert á nýju tengingunni sem þó er búið að stika fyrir.

Grafan sem notuð var til að slíta ljósleiðarann og líklega einnig til að skemma göngustíginn.
Skráningarspjald gröfunnar.

Í haust taldi formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, Helga Ingólfsdóttir, eðlilegt að stígurinn yrði lagfærður þar sem hann var skemmdur en enn bólar ekkert á viðgerðinni.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar kærði skemmdina til lögreglu en hafa ekki enn fengið nein viðbrögð þaðan.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2