fbpx
Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirPólitíkVilja draga úr gjaldskrárhækkunum hjá Hafnarfjarðarbæ

Vilja draga úr gjaldskrárhækkunum hjá Hafnarfjarðarbæ

Fulltrúi Viðreisnar lagði til á fundi bæjarráðs í morgun að bæjarráð endurskoði ákvörðun bæjarstjórnar á fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum fyrir árið 2024 sem verða að jafnaði 9,9%.  Lagði hann til að dregið verði úr hækkunum og þær verði að jafnaði 3,5%.

Var tillagan lögð fram í ljósi þess að kjarasamningsviðræður væru hafnar og ljóst að stefnt er á nýja þjóðarsátt með hóflegum launahækkunum þar sem baráttan gegn verðbólgu og vöxtum verður meginstefið.

Var tillögunnni vísað til bæjarstjórnar.

Í bókun Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sagði að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember s.l. hafi það verið skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafi Hafnarfjarðarbær því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. „Við það loforð munum við standa,“ segir í bókuninni.

En þar kom einnig fram að þangað til væri það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins.

Fulltrúar Samfylkingar bókuðu einni um nauðsynlegt að daga úr hækkunum og því virðist vera mjög líklegt að dregið verði úr hækkunum á gjaldskrám Hafnarfjarðarbæjar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2