fbpx
Sunnudagur, apríl 14, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkSkora á heilbrigðisráðherra að flýta vinnu við að skýra aðkomu ríkis og...

Skora á heilbrigðisráðherra að flýta vinnu við að skýra aðkomu ríkis og sveitarfélaga að þjónustu við langveik börn

Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ

Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér tilkynningu í ljósi umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um málefni langveikra barna. Vill Hafnarfjarðarbær nota tækifærið og skora á heilbrigðisráðherra að flýta vinnu við að skýra aðkomu ríkis og sveitarfélaga að þjónustu við langveik börn. Brýnt sé að niðurstaða liggi fyrir sem allra fyrst þannig að börn og fjölskyldur þurfi ekki að líða fyrir óskýra verkaskiptingu milli opinberra aðila.

„Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um málefni langveikra barna og þar með skort á úrræðum sem þeim og aðstandendum þeirra standa til boða. Ljóst er að skýrar línur liggja almennt ekki fyrir um ábyrgð aðila og hefur Hafnarfjarðarbær verið í viðræðum við velferðarráðuneytið um aðkomu beggja að málaflokknum. Sveitarfélagið hefur þegar gengið langt hvað varðar þjónustu í þessum málum, umfram skyldur sveitarfélaga, því óviðundandi er að fjölskyldur séu settar í óvissuaðstæður meðan opinberir aðilar skera úr um hver eigi að veita þjónustuna. Heilbrigðismál heyra ekki undir félagsþjónustu sveitarfélaga og því mjög brýnt að sem fyrst liggi fyrir varanleg lausn sem ríkið kemur líka að. Á meðan ábyrgð er óljós, eins og nú er, er hætta á ójafnræði fyrir notendur þjónustu þar sem úrlausn mála byggir á túlkun hvers sveitarfélags fyrir sig. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slíkt.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2