fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimFréttirPólitíkSamningur við leigubílastöð ólöglegur

Samningur við leigubílastöð ólöglegur

Var brot á rammasamningi skv. úrskurði Kærunefndar útboðsmála

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar ákvað 15. janúar 2016 að fela sviðsstjóra að gera samning við leigubílastöð til að sjá um akstur fyrir fatlað fólk sem sannanlega gat nýtt sér leigubíla til ferðaþjónustu. Þetta var ekki heimilt skv. úrskurði Kærunefndar útboðsmála þar sem byggðarsamlagsfélagið Strætó hafði gert rammasamning um akstur fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hafði All Iceland Tours ehf. og fjórir einstaklingar kært ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar sem þeir töldu vera brot á rammasamningi frá 2014 um akstursþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna.

Taldi Hafnarfjarðarbær sig ekki vera aðila að rammasamningnum og að þeir hafi ekki brotið gegn 34. gr. laga um opinber innkaup sem mæli fyrir um að opinberir aðilar að rammasamningi verði að kaupa inn á grundvelli samningsins, þar sem rammasamningurinn hafi verði gerður á grundvelli svonefndrar veitutilskipunar sem ekki setji skorður við að þjónusta sé keypt af öðrum aðilum.

Ekki var fallist á þá skoðun Hafnarfjarðarbæjar að bærinn hafi ekki verið aðila að samningnum en tekið undir að veitutilskipunin mæli ekki fortakslaust fyrir um að kaupandi sé bundinn við rammasamning. Hins vegar hefur um langt skeið verið gengið út frá því við skýringu rammasamninga að meginregla íslensks samningaréttar, um að samninga skuli halda, gildi um þessa samninga enda sé ekki annað tekið fram í rammasamningsútboði Strætó bs.

Innkaupaferli Hafnarfjarðarbæjar var þar með stöðvað.

Á fundi fjölskylduráðs 20. júní 2016 var ályktað að Hafnarfjarðarbær muni halda áfram að leita leiða til að nýtt fyrirkomulag í ferðaþjónustu fatlaðs fólks uppfylli markmið um aukin gæði og hagkvæmni, innan eða utan þess samnings sem fyrir liggur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2