fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirPólitíkÓskyldum hlutum blandað saman til að rugla bæjarbúa

Óskyldum hlutum blandað saman til að rugla bæjarbúa

Tillaga að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar lögð fram í dag

Tillaga að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í dag en ekki hefur verið hægt að sjá hana fyrr en núna, þó tillagan hafi verið samþykkt á bæjarráðsfundi 7. nóvember sl.

Meðal þess sem meirihlutinn leggur áherslu á í kynningu á fjárhagsáætluninni er að „heildarálagning fasteignagjalda lækki með með lægri vatns- og fráveitugjöldum til að koma á móts við hækkun fasteignamats.“

Með þessu er einfaldlega verið að blekkja bæjarbúa því það er ekki og á ekki að vera neitt samhengi á milli skatta og gjalda af þjónustu sem sveitarfélagið veitir.

Fasteignaskattar hækka um 7,6%

Hafnarfjarðarbær innheimtir fasteignaskatta, 0,26% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis og 1,4% af fasteignamati atvinnuhúsnæðis.

Álagningarstofn íbúðarhúsnæðis hækkar um 7,6% og hækka því fasteignaskattar því um svipað hlutfall en hafa ber þó í huga að í þeirri hækkun eru einnig nýjar fasteignir.

Álagningarstofn atvinnueigna hækkar um 6,9% og lóðamat um 5,4% og hækka útgjöld fyrirtækja því samsvarandi.

Oftekið vatnsgjald ekki lækkað þó lækkun sé boðuð

Í lögum eru ákvæði um hagnað af rekstri vatnsveitna sveitarfélaga og er mjög takmarkað hversu mikinn hagnaður má vera af rekstri veitnanna.

Þrátt fyrir aðgerðir til að lækka álagningarprósentuna þá hefur hagnaður af rekstri Vatnsveitu Hafnarfjarðar verið hlutfallslega gríðarlega mikill og var 39% af rekstrartekjum á síðasta ári.

Þó verður álagningarprósenta vatnsgjalds aðeins lækkað um 7%, úr 0,058% í 0,054% á sama tíma og álagningarstofninn hækkar um 7,6%. Hafa ber þó í huga að í þeirri hækkun eru einnig nýjar fasteignir.

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 37,2% hagnaði af heildartekjum.

Því greiðir íbúðareigandi örlítið hærra vatnsgjald í krónum talið en á þessu ári.

Álagningarhlutfalla holræsagjalds er einnig lækkað um 7%, úr 0,129% í 0,120% og að sama skapi vegna hækkaðs fasteignamats húsa hækkar holræsagjaldið örlítið.

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 45,6% hagnaði af heildartekjum Fráveitunnar.

Finna má fjárhagsáætlunina og greinargerð hér.

Fylgjast má með bæjarstjórnarfundinum hér (hefst ca. 29:40):

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2