Fimmtudagur, maí 1, 2025
HeimFréttirMyndlistarsýning þátttakenda hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar

Myndlistarsýning þátttakenda hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar

Mánudaginn 31. mars var hátíðleg opnun myndlistarsýningar þátttakenda hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar.

Sýningin er afrakstur þeirra á myndlistarnámskeiði undanfarinna vikna undir styrkri stjórn Kristbergs Ó Péturssonar myndlistarmanns.

Sveindís Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar þakkar Kristbergi Ó. Péturssyni fyrir stuðninginn.

Alls eru 70 verk á sýningunni og má segja að þau séu jafn ólík og þau eru mörg. Fjöldi góðra gesta mætti á opnunina og óhætt að segja að góð stemning hafi ráðið ríkjum. Stemningin náði hámarki þegar veislugestir sungu afmælissönginn óvænt til heiðurs Hörpu Þórðardóttur ráðgjafa Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar.

Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar hefur frá árinu 2008 stutt við bakið á fólki sem helst hefur af vinnumarkaði í kjölfar áfalla, veikinda eða slysa. Starfsemin er fjölbreytt og öflug og er listsköpun eitt af því sem boðið er upp á.

Sýningin er opin fram að páskum í húsakynnum Starfsendurhæfingar að Flatahrauni 3, efri hæð.

Öflugt starf

Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar sinnir starfsendurhæfingu einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum þurft að hverfa af vinnumarkaði um talsverðan tíma eða hafa ekki náð þar fótfestu, vilja komast aftur til virkni á vinnumarkaði en þurfa heildstæða ráðgjöf og stuðning við að bæta stöðu sína til þess að komast til vinnu á ný.

Þátttakendur fá tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri fræðslu og hópastarfi og einnig er skipulögð hreyfing og virkni sem er mikilvægur þáttur í starfseminni.

Hópurinn með Sveindísi framkvæmdastjóri í bláa jakkanum.

Hópur úr Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar tók m.a. þátt í Mottumarshlaupinu nýlega, sem er 5 km hlaup, og fóru sumir „beint úr sófanum í hlaupið,“ eins og einn orðaði það og voru þátttakendurnir mjö ánægðir að hlaupi loknu, höfðu hlaupið vegalengd sem margir aðrir hafa aldrei hlaupið.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2