fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífTónlistarmyndband úr Skapandi sumarstörfum sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum

Tónlistarmyndband úr Skapandi sumarstörfum sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum

Tónlistarmyndbandið Ég er bara að ljúga er það ekki? – Annalísa í leikstjórn Önnulísu Hermannsdóttur var valið tónlistarmyndband ársins í flokknum Önnur tónlist á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Er það opinn flokkur, þjóðlaga- og heimstónlista, kvikmynda- og leikhústónlistar.

Annalísa sá einnig um eftirvinnslu en um  kvikmyndatöku sá Rakel Ýr Stefánsdóttir. Ljós og aðstoð við kvikmyndatöku sá Katrín Helga Ólafsdóttir um.

Myndbandið var framleitt af Katrínu Helgu Ólafsdóttur og Önnulísu Hermannsdóttur í samstarfi við ungmennahúsið Hamarinn í Hafnarfirði. Myndbandið vann hún undir verndarvæng Skapandi sumarstarfa og Klöru Elíasdóttur aðstoðarverkefnastýru Hamarsins.

Ég er bara að ljúga er það ekki? er allt í senn tónlistarmyndband, stuttmynd og holdgervingur upplifunar margra þolenda ofbeldis af því erfiða ferli að segja frá sinni reynslu og deila henni með heiminum.

Sjá má myndbandið hér:

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2