fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Skjálftavísa af Hvaleyrarholtinu

„Hríslan mín á Holtinu er mjög smeyk við skjálfta og jarðelda; en er þó miklu hræddari við að Kölski sjálfur sé að leita uppgöngu á svæðinu frá Keili niður að Grindavik!,“ segir Halldór Halldórsson, íbúi á Hvaleyrarholti í pósti til Fjarðarfrétta. Og hann bætir við:

Af Holti við kögun að Keili,
ég kanna hvort eldana sé
og falslaust ég fréttunum deili,
þó finni þar varg einn og vé!

Við sanda er sakleysisgjálfur,
þar saltið í loftinu finn,
en kannski’ er Satan þar sjálfur
að senda djöflana inn!

Þótt sendi hann djöfla og drísla
og dragi allt lífið á slig;
verður á Holtinu hrísla
sem hugsar um þig jafnt og mig!

Ps. Yngri aðdáendur þekkja víst ekki „KÖGUN“; sem er það sama og skimun eða litið yfir; sbr. Kögunarhóll við Hveragerði!

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar