Nýútskrifaður Arnór sýnir Án djóks í Gaflaraleikhúsinu

Arnór Björnsson

Arnór Björnsson er 24 ára Hafnfirðingur, leikari, höfundur og leikstjóri sem er nýútskrifaður úr leikaranámi við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands.

Hann mun sýna verkið Án djóks í Gaflaraleikhúsinu 5. mars og verður það í síðasta sinn sem verkið verður sýnt en það var útskriftarverk hans í Listaháskólanum. Er Arnór bæði höfundur og leikari.

Arnór hefur verið með leiklistarveiruna síðan hann var lítill. Hann hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga, framleitt og leikstýrt sjónvarpsseríu, skrifað bæði leikrit, þætti og bók.  Nú er Arnór nýútskrifaður og er kvíðinn út af takmörkuðum skeggvexti sínum. Því hvernig á hann að fá Netflix víkingahlutverk ef hann er ekki með skegg?