fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirLeikritið Hetjan frumsýnt í kvöld

Leikritið Hetjan frumsýnt í kvöld

Nýtt leikrit eftir Hafnfirðinginn Önnu Írisi Pétursdóttur

Hetjan, nýtt íslenskt leikverk sem fjallar um átta bekkjarfélaga og þeirra líf í miðju stríði, verður frumsýnt í Bæjarbíói í kvöld kl. 20.

Hetjan er ádeila á stríðsáróður en á sama tíma er þetta hugljúf þroskasaga átta ungmenna sem eru að reyna að fóta sig í aðstæðum sem þau fæddust inn í og hafa enga stjórn á. Ástir, vinátta og erfiðleikar unglingsáranna litast af yfirvofandi herskyldu og stöðugum fréttum af hinum ógnvænlegu hunds­mönnum.

Leikararnir. Efri röð frá vinstri: Birkir Sigurjónsson, Vala Kolbrún Sverrisdóttir, Ingimar Bjarni Sverrisson, Þórunn Guðmundsdóttir, Eiríkur Kúld Viktorsson, Dagur Sigurður Úlfarsson, Hans Alexander Margrétarson og Halla Sigríður Ragnarsdóttir
Neðri röð: Anna Íris Pétursdóttir, höfundur og leikstjóri og Birna Guðmundsdóttir.

Leikhópurinn, sem er á aldrinum 14-26 ára, túlkar líf og drauma persónanna á einstakan hátt, og vinna saman til að skapa þennan heim þar sem hættan er alltaf handan við hornið, en lífið heldur þó áfram.

Hugmyndin kviknaði á Friðarþingi skáta

Höfundur verksins er Hafnfirðingurinn Anna Íris Pétursdóttir, nýútskrifuð sviðslistakona frá Rose Bruford skólanum í Englandi. Þetta er þriðja verk hennar sem sett verður upp á Íslandi. Anna Íris segir hugmyndina að verkinu hafi kviknað á Friðarþingi skáta 2012, þegar hún fékk tækifæri til að kynnast ungmennum frá hinum ýmsum löndum og bera saman skoðanir þeirra á stríði, ástæðum þess og skaðsemi.

Verkið er unnið í samstarfi við Leikfélagið Óríon, sjálfstætt starfandi leikfélag sem Anna Íris stofnaði árið 2012, og hefur haft aðild að BÍL síðan 2014.

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2