fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífBæjarstjórninni hefur ekki tekist að vinna Hrafnistufólk í pútti

Bæjarstjórninni hefur ekki tekist að vinna Hrafnistufólk í pútti

Hafa þó oftast hampað skussaverðlaununum

Árleg keppni Hrafnistufólks og bæjarstjórnar í pútti var haldin á þriðjudaginn.

Þessi keppni hefur verið haldin frá 2009 og aldrei hefur bæjar­stjórnin unnið og það skýrir kannski slaka mætingu bæjarfulltrúa en aðeins fjórir þeirra mættu. Eflaust eru ein­hverjir fastir í vinnu en af 22 aðal- og varamönnum mætti ætla að hægt væri að skrapa saman í lið.

Hrafnistufólk sigrði í ár með yfir­burðum og hlaut bikarinn sem keppt er um.

Inga best

Inga Pálsdóttir var með besta skorið og fékk bikar í verðlaun, ekki þann fyrsta sem hún vinnur.

Inga Pálsdóttir hitti best allra og hún fór a.m.k. fimm sinnum holu í höggi

Undanfarin ár hafa bæjarstjórar Hafnarfjarðar hlotið svokölluð skamm­ar­verðlaun en þau hljóta þeir sem eru með bestu nýtingu vallarins. Í fyrra var það hins vegar forstöðukona Hrafnistu í Hafnarfirði, Árdís Einarsdóttir sem var með bestu nýtinguna en í ár var það hin vinstri græna Elva Dögg sem hlaut titilinn.

Besta skori kvenna náðu:

  1. Inga Pálsdóttir Hrafnistu 33 högg
  2. Ingveldur Einarsdóttir Hrafnistu 34 högg
  3. Ingibjörg Hinriksdóttir Hrafnistu 35 högg

Besta skori karla náðu:

  1. Friðrik Hermannsson Hrafnistu 34 högg
  2. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu 35 högg
  3. Ragnar Jónasson Hrafnistu 36 högg

Glatt var á hjalla og ýmsir sýndu snilldartakta þó þeir væru ekki alltaf til þess að bæta árangurinn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2