Karl um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa valdið dauða konu

Harmleikur í Hafnarfirði

Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti konu um sextugt, sem fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði síðastliðna nótt.

Í fréttum RÚV í kvöld er fullyrt að konan sem lést hafi verið móðir karlsins sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Maðurinn var handtekinn á vettvangi ásamt karli á á sextugsaldri en sá hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu.

Lögreglan segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Ummæli

Ummæli