fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimFréttirHugmyndir kynntar að lausnum á Reykjanesbraut við Setbergið

Hugmyndir kynntar að lausnum á Reykjanesbraut við Setbergið

Gætu verið komið í gagnið árið 2034

Reyjanesbrautin, frá Lækjargötu að Álftanesvegi tilheyrir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem gerir ráð fyrir 13,1 milljarði kr. í framkvæmdir á árunum 2025-2028. Er gert ráð fyrir 500 milljónum kr. 2024, 1.100 m. kr. 2025, 2.700 m. kr. 2026, 4.400 m. kr. 2027 og 4.400 m. kr. 2028.

Vegagerðin kynnti í gær á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar fjórar lausnir í frumdrögum á umferðarvanda á þessu svæði. Þar voru kynntar lausnir með Reykjanesbraut í núverandi legu, 2 lausnir og 2 útfærslur að jarðgöngum undir Setbergshamarinn.

Áætlað er að tvö ár tæki að vinna yfirborðslausnirnar en þrjú ár gangnalausnina en áætlar er að verkinu yrði lokið árið 2034. Er það 6 árum síðar en skv. Samgöngusáttmálanum en hámarkskostnaður 5,5 milljarðar kr. til 22,4.

Allar útfærslurnar komu út sem arðbær verkefni. Ýmislegt þarf að skoða áður en vinnu við frumdrög lýkur; gera umferðaspá til lengri tíma og uppfæra afkastareikninga, meta hljóðvist og loftgæði, gera jarðfræðirannsóknir og meta stöðu umhverfismats.

Áætlað er að yfirborðslausn spari um 500 klst. á dag

Í dag aka rúmlega 50 þúsund bílar eftir Reykjanesbraut meðfram Setberginu og um 47 þúsund bílar koma Reykjanesbrautina úr Garðabæ. Þessi umferð mun bara aukast og ef hugmynd um stórskipahöfn fyrir utan Straum verður að veruleika eykst umferð flutningabíla í gegnum Hafnarfjörð gríðarlega.

Áætlað er að jarðgöng spari um 650 klst. á dag.

Niðurgrafin Reykjanesbraut

Niðurgrafin Reykjanesbraut

Í þessari útfærslu er Reykjanesbrautin grafin niður frá Lækjargötu og austur fyrir nýjan Álftanesveg. Þar yrði hringtorg ofan á og frá því ný tenging við norðurhluta Setbergshverfis. Hringtorg yrði ofan á Reykjanesbrautinni við Lækjargötu.

Svona gæti niðurgrafin Reykjanesbraut litið út.

Gert er að hluti vegarins við Kaplakrika yrði í lokuðum stokki. Fjarlægja þyrfti trjágróður á stórum kafla og vegstæðið færi mjög nálægt bílskúrunum á Álfaskeiði á kafla.

Gatnamótin við Hlíðarberg/Lækjargötu þar sem hringtorgið er fyrir ofan Reykjanesbrautina.

Áætlaður stofnkostnaður yrði um 9,1 milljarður kr.  Yrði það samt verulegur samfélagslegur sparnaður vegna tímasparnaðar.

Lægfærð Reykjanesbraut í núverandi hæð

Reykjanesbrautin í núverandi hæðarlegu.

Í þessari útfærslu er gert ráð fyrir að Reykjanesbraut yrði í núverandi hæð en mót Hlíðarbergs og Lækjargötu yrðu undir Reykjanesbrautinni. Það kallar á umtalsverðar breytingar í nágrenninu, m.a. þarf að fjarlægja hús báðum megin og öll umferð upp Lækjargötu sem ætlar norður Reykjanesbraut þyrfti að fara um tvö hringtorg í Setbergi

Vegtenging við Fjarðarhraun er undir Reykjanesbraut en gangbraut á brú yfir.

Í báðum tillögunum er aðeins gert ráð fyrir einni akrein í hvora átt milli Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns en þar aka um 34 þúsund bílar á dag og þar eru nú tvær akreinar í hvora átt.

Hlíðarberg/Lækjargata undir Reykjanesbraut og rífa þyrfti bensínstöð og hús austanmegin.

Gert er ráð fyrir mislægum gatnamótum við nýjan Álftanesveg og nýrri vegtengingu við norðanvert Setbergshverfið.

Áætlaður stofnkostnaður yrði um 5,5 milljarðar kr. til 5,9 milljörðum eftir útfærslu. Yrði það samt verulegur samfélagslegur sparnaður vegna tímasparnaðar.

Jarðgöng

Jarðgöng undir Setbergshamarinn

Hugmynd er lögð fram um jarðgöng sem væru frá Reykjanesbraut við Staðarberg og að Reykjanesbraut við IKEA. Tæki hún meginhluta af umferðinni í gegnum bæinn en að öðru leyti yrði núverandi Reykjanesbraut að mestu í sinni mynd.

Lítið er vitað um jarðfræði á gangnasvæðinu en þó eru rannsóknir frá 2001 sem sýna að jarðfræði svæðisins Hafnarfjarðarmegin er ekki sú ákjósanlegasta sem muni kalla á umfangsmiklar bergstyrkingar.

Jarðgangnamunninn Hafnarfjarðarmegin sunnan hringtorgsins við Lækjargötu.

Áætlaður stofnkostnaður yrði um 17,4 milljarðar kr. til 22,4 milljörðum með tengigöngum við Álftanesveg. Yrði það samt verulegur samfélagslegur sparnaður vegna tímasparnaðar.

Gert er ráð fyrir að göngin gætu verið tekin í notkun árið 2034.

Myndir úr kynningargögnum Vegagerðarinnar „Reykjanesbraut, Álftanesvegur – Lækjargata. Vinna við frumdrög, staða verkefnis“ ódagsett.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2