fbpx
Miðvikudagur, júní 12, 2024
HeimFréttirHjólhýsi og bíll brunnu við Skólabraut

Hjólhýsi og bíll brunnu við Skólabraut

Í hádeginu komu upp eldur í hjólhýsi sem stóð á bílastæði við Skólabraut. Gjöreyðilagðist hjólhýsið eins og sjá má á myndunum en eldurinn breiddist út í bíl sem stóð þar við hliðina og varð mikið tjón á honum.

Mikinn reyk lagði frá eldinum og sást hann víða

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn og var hjólhýsið þá að mestu brunnið en enn logaði úr gaskút sem hafði verið utan á hjólhýsinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Slökkvilið að störfum

Ekki er vitað um eldsupptök.

Hjólhýsið gjörónýtt og bíllinn illa skemmdur.
Gaskúturinn sprakk ekki, en gas streymdi út og brann.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2