fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimFréttirHaukar leika í úrvalsdeild að ári - tryggðu sér sigur í spennuleik

Haukar leika í úrvalsdeild að ári – tryggðu sér sigur í spennuleik

Keppa um deildarmeistaratitilinn í 1. deild á þriðjudag

Haukar og Keflavík áttust við í seinni undanúrslitaleik sínum í knattspyrnu kvenna í 1. deild í kvöld. Keflavík sigraði í fyrri leiknum 1-0 á heimavelli og Haukar þurftu því að að sigra með tveimur mörkum til að ná að keppa um efsta sætið í fyrstu deild. Með sigri tryggðu þær sér jafnframt sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Eftir fremur tíðindalítinn fyrri hálfleik dró til tíðinda strax í upphafi síðari hálfleik er Heiða Rakel Guðmundsdóttir skoraði fyrir Hauka og leikar æstust. Aðeins 4 mínútum síðar var Heiða aftur á skotskónum og skoraði annað mark Hauka og með þessum úrslitum væru Haukastelpurnar komnar upp í úrvalsdeild.

En á 70. mínútu skoruðu Keflavíkurstúlkur og Haukar þurftu að skora til að komast áfram.

Bæði liðin áttu ágætis tækifæri til að skora og Haukar voru mjög nálægt því að skora en markvörður Keflvíkinga varði vel. Það var svo ekki fyrr en þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum að Haukar áttu snarpa sókn og eftir darraðardans fyrir framan mark Keflvíkinga fór boltinn af leikmanni Keflavíkur og í mark.

Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi og meikið fjör á áhorfendapöllunum sem voru þétt setnir. Varamenn Hauka voru gersamlega að fara úr límingunum og það hjálpaði ekki að engin leikklukka var á Ásvöllum en hún hafði fengið vatn inn á sig. Það ætlaði svo allt um kolla að keyra þegar dómarinn flautaði til leiksloka en vonbrigði Keflvíkinga voru mikil.

haukar_deildarmeistarar-4Haukastelpur létu það ekki trufla gleðina og fögnuðu vel og lengi.

haukar_deildarmeistarar-1Kvennalið Hauka í meistaraflokki leika því í úrvalsdeildinni á næsta tímabili en úrslitaleikurinn um deildarmeistaratitilinn í 1. deild verður á þriðjudaginn kl. 19.15 en þar mæta Haukar Grindavík sem sigraði ÍR í undanúrslitum.

Miklu fleiri myndir má finna á Facebook síðu Fjarðarfrétta.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2